Kyrrist aldinn kvikandi meiður, kveður nú dagurinn bjartur, heiður. Berst að eyrum mér eldgamall seiður, ómfagurt titrandi sólarlag. En þögul mun og draumskyggn hin dimmbláa ótta, dagurinn lagður á flótta. Svo bíður vor þolinmóð nótt allra nótta, og niðdimma eilífrar þagnar.