Kvöld

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Ólafur Haukur Árnason

Kyrrist aldinn kvikandi meiður,
kveður nú dagurinn bjartur, heiður.
Berst að eyrum mér eldgamall seiður,
ómfagurt titrandi sólarlag.
En þögul mun og draumskyggn hin dimmbláa ótta,
dagurinn lagður á flótta.
Svo bíður vor þolinmóð nótt allra nótta,
og niðdimma eilífrar þagnar.